Hæg breytileg átt[ Slowly Changing Course[

haeg_Breytileg_att-6964

Samræður í Iðnó og GasstöðinniSymposium

Líflegar umræður sköpuðust í opinni samræðu um áskoranir og tækifæri í íbúðaþróun sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT efndi til í Iðnó og Gasstöðinni við Hlemm laugardaginn 24. maí. Fyrstu tillögur fjögurra þverfaglegra verkefnahópa sem voru valdir til að þróa hugmyndir um framtíðarkosti fyrir íslenskt þéttbýli voru kynntar. Þar á meðal íbúðabyggð í Skeifunni, ljósfylltir innigarðar við opið haf, gæðafermetrar á helgunarsvæðum einkabílsins og heildstætt hverfi sem fléttar saman íbúðasvæði Háaleitis, atvinnusvæði Múla og græn svæði Laugardals.
 
Í kjölfarið tóku við pallborðsumræður þar sem hugmyndir hópanna voru ræddar í samhengi við hugmyndafræðilegar og kerfislægar áskoranir og hindranir í íbúða- og byggðaþróun. Í umræðunum mátti heyra fjölbreyttar hugleiðingar og sem dæmi lagði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra áherslu á mikilvægi þess að skoða strax í upphafi verð íbúðarhúsnæðis og rekstrarform. Jón Gnarr benti á að svokölluð græn verkefni væru ekki lengur gæluverkefni heldur lífsnauðsynleg. Hann taldi Skeifuna ágætt dæmi um hverfi sem hefði möguleika á að breytast í íbúðarhverfi og vitnaði í Einstein: “ Ef hugmynd er ekki absúrd í upphafi þá er hún einskins virði.“ 

Upptaka af kynningum:

Upptaka af pallborðsumræðum:

 

 

Hönnunarsjóður Auroru[ Aurora Design Fund[